Slasaðir greiða allt að 18 þúsund eftir bílslys

Fólk sem slasast alvarlega í bílslysum og er lagt inn á gjörgæsludeild eða aðrar deildir Landspítala – háskólasjúkrahúss greiðir engan kostnað af spítaladvöl sinni en öðru máli gegnir um þá sem slasast og fara í rannsóknir og myndatökur en fá að fara heim samdægurs.

Getur kostnaðarhlutdeild sjúklings farið upp í 18 þúsund krónur að hámarki. Fyrir myndatöku og komu á slysadeild þarf að greiða tæpar 5.300 krónur en ef sjúklingur þarf að gangast undir höfuðmyndatöku sem eru í flokki dýrustu myndataka hækkar gjaldið töluvert. Þak er þó sett á kostnaðarhlutdeild sjúklings við 18 þúsund krónur eins og fyrr gat.

Umræddar reglur hafa verið við lýði um árabil, samkvæmt upplýsingum Landspítala – háskólasjúkrahúss.

Það getur því kostað fullorðinn ökumann og farþega 36 þúsund krónur að lenda í umferðarslysi með tilheyrandi rannsóknum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert