Sleginn í höfuðið með súpudunki

Lögreglan á Selfossi fékk í síðustu viku kæru frá fanga á Litla-Hrauni vegna líkamsárásar á hann og eignaspjöllum. Tildrög málsins voru, að samfangi mannsins sló hann í höfuðið með plastdunk sem var fullur af súpu. Einnig skemmdi hann fartölvu fangans.

Lögreglan segir, að fangarnir hafo verið yfirheyrðir um atvikið og liggi játning fyrir. Áverkar árásarþolans hafi reynst vera minni háttar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert