Blúnda skilaði 13 tonnum

Blúnda 468 á Helluvaði á Rangárvöllum var nythæsta kýr landsins á síðasta ári. Skilaði hún 13.327 kg mjólkur á árinu. Er þetta í fyrsta skipti sem íslensk kýr mjólkar meira en 13 tonn á einu ári.

Blúnda er einstakur gripur, að sögn eigandans, Ara Árnasonar, sem stendur að búinu á Helluvaði ásamt Önnu Maríu Kristjánsdóttur, konu sinni. "Hún hefur ekki fengið annað atlæti en hinar kýrnar, hún bara mjólkar og mjólkar," segir Ari. Það vekur einnig athygli að Blúnda mjólkaði aðeins í ellefu mánuði á síðasta ári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert