Margrét Sverrisdóttir býður sig ekki fram til formanns Frjálslyndra

Margrét Sverrisdóttir.
Margrét Sverrisdóttir.

Margrét Sverrisdóttir mun tilkynna í kvöld, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, að hún ætli bjóða sig fram gegn Magnúsi Þór Hafsteinssyni í embætti varaformanns Frjálslynda flokksins. Hún hefur undanfarna daga íhugað að bjóða sig fram til formanns flokksins en ákveðið að gera það ekki, samkvæmt heimildum blaðsins.

Margrét gaf úr þá yfirlýsingu í síðustu viku um að hún hygðist bjóða sig fram í embætti varaformanns, þar sem Magnús Þór situr fyrir. Í kjölfarið lýsti Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, yfir stuðningi við Magnús.

Margrét lýsti yfir vonbrigðum sínum vegna þessa og sagðist ekki útiloka neitt þegar hún var spurð hvort hún hygðist bjóða sig gegn sitjandi formanni. Nú liggur hinsvegar fyrir að hún muni ekki bjóða sig fram gegn Guðjóni.

Landsþing flokksins hefst á Hótel Loftleiðum síðdegis á föstudag, en formannskjörið er klukkan þrjú á laugardag og varaformannskjörið beint í kjölfar þess.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert