Ólafur Ragnar tekur sæti í þróunarráði Indlands

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands, hef­ur þegið boð um að taka sæti í þró­un­ar­ráði Ind­lands. Ráðinu er ætlað að móta til­lög­ur um á hvern hátt Ind­verj­ar geta styrkt efna­hags­líf sitt og vel­ferð þjóðar­inn­ar án þess að um­hverfi bíði var­an­legt tjón af eða gæðum nátt­úr­unn­ar verði stefnt í hættu.

Þró­un­ar­ráðið, sem hélt sinn fyrsta fund í Del­hi í gær, skipa þekkt­ir vís­inda­menn, sér­fræðing­ar, stjórn­end­ur rann­sókn­ar­stofn­ana og for­ystu­menn á alþjóðavett­vangi ásamt áhrifa­mönn­um í ind­versk­um þjóðmál­um. Meðal þeirra eru hag­fræðing­ur­inn Jef­frey Sachs, for­stöðumaður Earth Institu­te við Col­umb­ia há­skól­ann í Banda­ríkj­un­um, James Speth pró­fess­or við Yale há­skól­ann í Banda­ríkj­un­um, Björn Stig­son for­seti Alþjóðaviðskiptaráðsins um sjálf­bæra þróun, R. K. Pachauri for­stjóri tækni- og vís­inda­stofn­un­ar­inn­ar TERI, Lalit Mans­ingh fyrr­um sendi­herra Ind­lands í Banda­ríkj­un­um og ind­versku þing­menn­irn­ir Suresh P. Pra­bhu og Jyotira­ditya Sc­india.

Í til­kynn­ingu frá skrif­stofu for­seta Íslands seg­ir, að meðal þeirra verk­efna, sem þró­un­ar­ráðið muni fjalla um á næst­unni, sé vatns­bú­skap­ur Ind­verja, en bráðnun jökla og íss í Himalaya­fjöll­um ógni lífs­kjör­um hundruða millj­óna Ind­verja vegna þeirra breyt­inga, sem þessi þróun hafi á vatns­magn í meg­in­fljót­um Ind­lands.

Þró­un­ar­ráðið mun skila til­lög­um sem tekn­ar verða til um­fjöll­un­ar af ind­versk­um ráðamönn­um og stofn­un­um á ólík­um sviðum þjóðlífs­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert