Sektaður fyrir að „valda hneyksli"

Héraðsdómur Vesturlands hefur dæmt karlmann í 10 þúsund króna sekt fyrir að hafa á sunnudagsmorgni sl. sumar „valdið hneyksli sakir ölvunar á Fellabrekku og við veitingastaðinn Kaffi 59 í Grundarfjarðarbæ, m.a. með öskrum og grjótkasti," eins og segir í ákæru.

Maðurinn mætti ekki fyrir dóm og taldist því hafa játað verknaðinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert