51% andvíg stækkun álvers samkvæmt könnun

Uppdráttur sem sýnir hugsanlegt þynningarsvæði fyrir stækkað álver í Straumsvík.
Uppdráttur sem sýnir hugsanlegt þynningarsvæði fyrir stækkað álver í Straumsvík.

Í könnun, sem Capacent gerði meðal íbúa Hafnarfjarðar fyrir Alcan um afstöðu til stækkunar álversins í Straumsvík, sögðust 51% þátttakenda vera andvíg stækkuninni, 39% sögðust fylgjandi en 10% sögðust ekki hafa myndað sér skoðun.

Þetta kom, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, fram á fundi með starfsmönnum álversins í dag þar sem niðurstöðurnar voru kynntar.

Gert er ráð fyrir að niðurstöðurnar verði birtar opinberlega á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert