Reykjavík er ekki sérlega spennandi borg, ef marka má Anholts City Brands Index, einskonar borgavísitölu, sem reiknuð er út fyrir 60 borgir víðs vegar um heiminn. Reykjavík er í 45. sæti af borgunum sextíu og er það einkum veðurfarið, þar sem borgin er í næst neðsta sæti, og alls óvænt óspennandi skemmtanalíf, sem dregur Reykjavík niður.
Efst á listanum er Sydney í Ástralíu en þar á eftir koma London, París, Róm, New York, Washington, San Francisco, Melbourne, Barcelona og Genf. Hæsta norræna borgin er Kaupmannahöfn, sem er í 20. sæti, Stokkhólmur er í 26. sæti, Osló er í 32. sæti og Helsinki í 36. sæti.
Í neðstu sætum eru Dubrovnnik, Bombai, Manila, Lagos og Naírobí.
Alls byggir listinn á svörum yfif 15 þúsund einstaklinga, sem spurðir voru um borgirnar. Mælingin byggir á nokkrum flokkum, þar á meðal loftslagi, þar sem Reykjavík er í 6. sæti, veðri, stemmningu, áhrifum á alþjóðlega strauma, verðlagi, öryggi og öryggi.