Stúdentar við HÍ stofna Innovit

Núverandi og fyrrverandi stúdentar við Háskóla Íslands hafa stofnað Innovit sem er undirbúningsfélag að stofnun nýsköpunar- og frumkvöðlaseturs við HÍ. Í dag var heimasíða félagsins opnuð og hugmyndin í fyrsta sinn kynnt opinberlega á Rannsóknadögum Stúdentaráðs HÍ.

Félagið verður einnig kynnt á lokahófi Rannsóknadaga sem fram fara í hátíðarsal HÍ á milli kl. 15 og 16:30 á morgun, fimmtudag.

Fram kemur í tilkynningu að undanfarna mánuði hafi viðskiptaáætlun um stofnun Innovit í sinni endanlegu mynd verið unnin og í því samhengi hafi verið rætt við helstu hagsmunaaðila landsins sem starfa á sviði nýsköpunar- og frumkvöðlastarfsemi.

Nánari upplýsingar má finna um félagið hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert