Lögreglan á Vestfjörðum segist hafa fengið tilkynningar um það, aðallega frá unglingsstúlkum á Ísafirði, að ókunnur aðili eða aðilar biðji um leyfi til að eiga samtal við þær á MSN tölvusamskiptaforritinu. Viðkomandi aðilar segi rangt til nafns og einhver dæmiséu um að hann eða þeir beri sig í vefmyndavél, sem birtist þá óvænt á tölvuskjá viðkomandi stúlkna.
Lögreglan segist nú vera að rannsaka hver þessi aðili eða aðilar séu og standi góðar vonir til þess að það upplýsist. Athæfi sem þetta, að bera sig fyrir framan börn, getur verið refsivert, þ.e.a.s. gæti varðað kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga.