Bera sig í vefmyndavél

Lög­regl­an á Vest­fjörðum seg­ist hafa fengið til­kynn­ing­ar um það, aðallega frá ung­lings­stúlk­um á Ísaf­irði, að ókunn­ur aðili eða aðilar biðji um leyfi til að eiga sam­tal við þær á MSN tölvu­sam­skipta­for­rit­inu. Viðkom­andi aðilar segi rangt til nafns og ein­hver dæm­iséu um að hann eða þeir beri sig í vef­mynda­vél, sem birt­ist þá óvænt á tölvu­skjá viðkom­andi stúlkna.

Lög­regl­an seg­ist nú vera að rann­saka hver þessi aðili eða aðilar séu og standi góðar von­ir til þess að það upp­lýs­ist. At­hæfi sem þetta, að bera sig fyr­ir fram­an börn, get­ur verið refsi­vert, þ.e.a.s. gæti varðað kyn­ferðis­brotakafla al­mennra hegn­ing­ar­laga.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert