„Ósannindum um borgarstjórnarflokk Frjálslyndra mótmælt“

Í fréttatilkynningu frá Ólafi F. Magnússyni í gær segir: „Að gefnu tilefni skal ítrekað að borgarstjórnarflokkur Frjálslyndra og óháðra stendur heill og óskiptur á bak við framboð Margrétar Sverrisdóttur til varaformanns Frjálslynda flokksins.“

Ennfremur segir Ólafur í tilkynningunni:

„Einnig er mótmælt fullyrðingum um að borgarstjórnarflokkurinn hafi klúðrað tækifæri til myndunar meirihluta í borgarstjórn sl. vor, eins og varaformaður flokksins hélt fram í Kastljóssþætti í gær. Til viðræðna milli Frjálslyndra og Sjálfstæðisflokksins var aldrei efnt af heilindum af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Það er afleitt að vegið sé að flokkssystkinum með slíkum hætti og lítið gert úr störfum þess fólks sem af alúð hefur haldið á lofti málstað Frjálslyndra í borginni með miklum árangri á undanförnum árum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka