„Ósannindum um borgarstjórnarflokk Frjálslyndra mótmælt“

Í frétta­til­kynn­ingu frá Ólafi F. Magnús­syni í gær seg­ir: „Að gefnu til­efni skal ít­rekað að borg­ar­stjórn­ar­flokk­ur Frjáls­lyndra og óháðra stend­ur heill og óskipt­ur á bak við fram­boð Mar­grét­ar Sverr­is­dótt­ur til vara­for­manns Frjáls­lynda flokks­ins.“

Enn­frem­ur seg­ir Ólaf­ur í til­kynn­ing­unni:

„Einnig er mót­mælt full­yrðing­um um að borg­ar­stjórn­ar­flokk­ur­inn hafi klúðrað tæki­færi til mynd­un­ar meiri­hluta í borg­ar­stjórn sl. vor, eins og vara­formaður flokks­ins hélt fram í Kast­ljóssþætti í gær. Til viðræðna milli Frjáls­lyndra og Sjálf­stæðis­flokks­ins var aldrei efnt af heil­ind­um af hálfu Sjálf­stæðis­flokks­ins. Það er af­leitt að vegið sé að flokks­systkin­um með slík­um hætti og lítið gert úr störf­um þess fólks sem af alúð hef­ur haldið á lofti málstað Frjáls­lyndra í borg­inni með mikl­um ár­angri á und­an­förn­um árum.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka