Sakborningar sýknaðir í Baugsmáli

Lögmennirnir Gestur Jónsson og Jakob R. Möller eftir að dómur …
Lögmennirnir Gestur Jónsson og Jakob R. Möller eftir að dómur Hæstaréttar var kveðinn upp. mbl.is/Sverrir

Hæstirétt­ur sýknaði í dag fjóra sak­born­inga í Baugs­mál­inu svo­nefnda, af sex ákæru­liðum sem stóðu eft­ir af upp­haf­legri ákæru í mál­inu. Staðfesti dóm­ur­inn þannig niður­stöðu Héraðsdóms Reykja­vík­ur. Gest­ur Jóns­son, lögmaður Jóns Ásgeirs Jó­hann­es­son­ar, for­stjóra Baugs Group, sagðist vera ánægður með niður­stöðuna en vildi að öðru leyti lítið tjá sig um dóm­inn fyrr en hann hefði lesið hann.

Í mál­inu voru systkin­in Jón Ásgeir og Krist­ín Jó­hann­es­dótt­ir ákærð og end­ur­skoðend­urn­ir Stefán Hilm­ar Hilm­ars­son og Anna Þórðardótt­ir. Ákæru­atriðin lutu ann­ars veg­ar að meint­um lög­brot­um við gerð árs­reikn­inga Baugs á ár­un­um 1998–2001 og hins veg­ar við inn­flutn­ing á tveim­ur bíl­um til lands­ins á ár­un­um 1999 og 2000.

Gest­ur Jóns­son sagði, að niðurstaðan hefði ekki komið sér á óvart. „Ég var al­ger­lega sann­færður um það að þetta hlyti að vera niðurstaðan,“ sagði hann. Þegar hann var spurður hvaða áhrif hann teldi þessa niður­stöðu hafa á aðra þætti máls­ins, sem enn er ólokið fyr­ir dóm­stól­um, sagði hann að þau yrðu efa­laust ein­hver en vildi þó ekki full­yrða um það. „Það er ekki sannaðar sak­ir á þá sem eru ákærðir í mál­inu, og það leiðir til sýknu,“ sagði Gest­ur við blaðamenn.

Sig­urður Tóm­as Magnús­son, sér­stak­ur sak­sókn­ari í mál­inu, sagði að nú væri kom­inn dóm­ur og því bæri að fagna að þessi hluti máls­ins væri kom­inn á enda­stöð. Hann sagði aðspurður, að niðurstaðan væri ekki áfall fyr­ir ákæru­valdið sem slíkt, sem í raun væri að sinna lög­boðinni skyldu. Hann vildi lítið tjá sig um málið fyrr en hann væri bú­inn að fara yfir dóm­inn, en sagði að dóm­ur­inn byggðist á ákveðnum for­send­um sem fara yrði yfir. „Niðurstaðan stend­ur en síðan á eft­ir að meta hvort for­send­urn­ar hafi staðist all­ar. Það skipt­ir líka máli,“ sagði Sig­urður.

Gafst ekki tæki­færi til að koma að skýr­ing­um
Jóni Ásgeiri var gefið að sök að hafa brotið gegn lög­um um árs­reikn­inga með því að hafa í starfi for­stjóra Baugs látið rang­ar og vill­andi skýr­ing­ar fylgja árs­reikn­ing­um fé­lags­ins 1998 til 2001 því látið hafi verið hjá líða að til­greina nán­ar til­tekna fjár­hæð lána, sem voru verið veitt hon­um sjálf­um, Krist­ínu og tveim­ur nafn­greind­um fé­lög­um þeim tengd­um.

Hæstirétt­ur seg­ir, að við skýr­ingu á merk­ingu hug­taks­ins lán hafi verið tekið mið af því, að ein­göngu reyndi á hana við úr­lausn um hvort Jón Ásgeir hefði gerst sek­ur um refsi­verða hátt­semi. Var hug­takið því skýrt eft­ir orðanna hljóðan.

Hæstirétt­ur tók fram, að þær fjár­hæðir, sem til­greind­ar voru í ákæru, hefðu mynd­ast sem mis­mun­ur Baugs til eign­ar, sem stóð í lok hvers reikn­ings­árs í bók­haldi fé­lags­ins á viðskipta­reikn­ing­um hvers skuld­ara. Féllst rétt­ur­inn ekki á það með ákæru­vald­inu, að hug­takið lán tæki til heild­ar­fjár­hæðar krafna Baugs á hend­ur fyrr­greind­um aðilum í lok hvers reikn­ings­árs, án þess að frek­ar yrði að huga að því hvernig kröf­urn­ar hefðu mynd­ast.

Í dómi Hæsta­rétt­ar seg­ir, að af skoðun á viðskipta­reikn­ing­um hafi verið talið, að til­tekn­ar færsl­ur sem tald­ar voru Baugi til eign­ar, gætu ekki tal­ist hafa komið til með veit­ingu láns, óljóst væri af bók­halds­gögn­um hvort aðrar færsl­ur hefðu stafað af lán­veit­ing­um og þar að auki væri nokk­ur fjöldi færslna sem all­ar lík­ur virt­ust á að skipa ætti þannig í flokk. Auk þessa og annarra álita­efna var þó talið skipta mestu máli, að Jóni Ásgeiri og end­ur­skoðend­un­um tveim­ur hefði ekki gef­ist fyr­ir dómi kost­ur á að koma fram skýr­ing­um og af­stöðu sinni til þess hvort ein­stak­ar færsl­ur varði lán í skiln­ingi laga og eft­ir at­vik­um hvort ein­hverj­ar gætu hafa verið und­anþegn­ar til­grein­ing­ar­skyldu sam­kvæmt ákvæðinu. Var því staðfest niðurstaða héraðsdóms um sýknu Jóns Ásgeirs, Stef­áns og Önnu af þess­um sak­argift­um.

Ekki úti­lokað að aðrir hafi gert mis­tök
Jóni Ásgeiri var einnig gefið að sök, að hafa brotið gegn tolla­lög­um og al­menn­um hegn­ing­ar­lög­um með því að hafa við inn­flutn­ing bif­reiðar í nafni Baugs gefið rang­ar upp­lýs­ing­ar um verð henn­ar í aðflutn­ings­skýrslu og lagt fram því til stuðnings til­hæfu­laus­an reikn­ing.

Hæstirétt­ur seg­ir, að þótt lagt væri til grund­vall­ar að Jóni Ásgeiri hefði verið kunn­ugt um, að greiðslur vegna bif­reiðar­inn­ar hefðu numið hærri fjár­hæð en sem til­greind var í þeim reikn­ingi, sem lá til grund­vall­ar aðflutn­ings­skýrslu, væri ekki talið sannað gegn ein­dreg­inni neit­un hans að hann hefði ákveðið eða lagt á ráðin um hvaða gögn yrðu af­hent því fé­lagi, sem sá um gerð skýrsl­unn­ar eða skipt sér að öðru leyti af skýrslu­gerð.

Hæstirétt­ur taldi ekki nægi­lega hafið yfir skyn­sam­leg­an vafa, að mis­tök annarra starfs­manna fé­lags­ins hefðu ekki valdið því að rang­lega hefði verið staðið að verki við sam­an­tekt gagna um verð bif­reiðar­inn­ar til und­ir­bún­ings greiðslu aðflutn­ings­gjalda. Var niðurstaða héraðsdóms um sýknu Jóns Ásgeirs af þess­um sak­argift­um því staðfest.

Þá var Krist­ín ákærð fyr­ir að hafa við inn­flutn­ing bif­reiðar gefið rang­ar upp­lýs­ing­ar um verð henn­ar í aðflutn­ings­skýrslu og lagt fram því til stuðnings til­hæfu­laus­an reikn­ing.

Hæstirétt­ur taldi að ekki væru kom­in fram viðhlít­andi gögn um gang­verð bif­reiðar, eins og þeirr­ar sem um ræddi, á þeim stað og tíma sem kaup­in voru gerð. Þá væri, þrátt fyr­ir um­tals­verða sönn­un­ar­færslu, talið óljóst hvað ætla mátti að það fé­lag, sem út­vegaði Krist­ínu bif­reiðina, kynni að hafa greitt fyr­ir hana. Að þessu at­huguðu var fall­ist á með héraðsdómi að gegn ein­dreg­inni neit­un Krist­ín­ar hefði ekki verið færðar viðhlít­andi sönn­ur fyr­ir þeim sök­um sem hún var bor­in. Var niðurstaða dóms­ins um sýknu henn­ar því staðfest.

Dóm­ur Hæsta­rétt­ar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert