Þjófarnir teknir í bólinu

Fjór­ir inn­brotsþjóf­ar voru bók­staf­lega tekn­ir í ból­inu í sum­ar­bú­stað við Eyr­ar­vatn í Svína­dal í gær. Komið var að þeim sof­andi í bú­staðnum sem þeir höfðu brot­ist inn í, og voru þeir með nokkuð af þýfi og fíkni­efn­um í fór­um sín­um er þeir voru hand­tekn­ir.

Lög­regl­an í Borg­ar­nesi seg­ir að at­hug­ull lög­reglumaður frá Sel­fossi, sem var á frívakt og stadd­ur í sum­ar­bú­staðahverfi við Eyr­ar­vatn, hafi upp­götvað um há­deg­is­bil í gær að brot­ist hefði verið inn í bú­stað í hverf­inu og að lík­lega væru þjóf­arn­ir enn þar inn­an­dyra.

Hann hafði strax sam­band við koll­ega sína og send­ir voru lög­reglu­bíl­ar frá Akra­nesi og Borg­ar­nesi á vett­vang. Þarna var skjótt og hár­rétt brugðist við, seg­ir Theo­dór Þórðar­son, yf­ir­lög­regluþjónn í Borg­ar­nesi.

Fólkið sem var hand­tekið er á aldr­in­um 18 til 32 ára og er grunað um að hafa verið á ferðinni á þess­um slóðum áður og einnig í Árnes­sýslu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert