Vilja lækka kosningaaldurinn í 16 ár

Tveir þing­menn Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs, Hlyn­ur Halls­son, og Kol­brún Hall­dórs­dótt­ir, hafa lagt fram þings­álykt­un­ar­til­lögu um að rík­is­stjórn­inni verði falið að und­ir­búa að kosn­inga­ald­ur verði 16 ár í stað 18 ára.

Í grein­ar­gerð með til­lög­unni seg­ir, að með þessu yrði ábyrgð ungs fólks auk­in og því gert kleift að taka þátt í mót­un sam­fé­lags­ins eins og það eigi rétt­mæta kröfu á. 16 ára ein­stak­ling­ur í ís­lensku sam­fé­lagi sé orðinn virk­ur þátt­tak­andi í þjóðfé­lag­inu, hafi lokið grunn­skóla og ætti að vera til­bú­inn til að taka á sig á þá ábyrgð sem fel­ist í því að kjósa sér full­trúa á Alþingi og í sveit­ar­stjórn­ir. Það ætti einnig að vera sjálf­sagður rétt­ur þessa unga fólks.

Þá seg­ir, að í ná­granna­lönd­um Íslend­inga sé verið að kanna þessi mál og það væri ósk­andi að Íslend­ing­ar tækju frum­kvæði í því að auka lýðræði og þátt­töku ungs fólks í þjóðfé­lag­inu. Nú þegar hafi 16 ára ung­menni kosn­inga­rétt í nokkr­um lönd­um, eins og í Bras­il­íu, Ník­arag­úa og á Kúbu. Í Króa­tíu, Serbíu og Svart­fjalla­landi hafi 16 ára ung­menni á vinnu­markaði einnig kosn­inga­rétt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert