Vörubíll stöðvaður eftir ofsaakstur

Vörubíllinn eftir að tókst að stöðva hann á Reykjanesbraut.
Vörubíllinn eftir að tókst að stöðva hann á Reykjanesbraut. mbl.is/Jón Svavarsson

Nokkr­ir lög­reglu­bíl­ar veittu stór­um vöru­bíl eft­ir­för um aust­ur­hluta höfuðborg­ar­svæðis­ins í kvöld. Vöru­bíln­um var ekið á ofsa­hraða og sinnti ökumaður­inn ekki stöðvun­ar­merkj­um eða rauðum um­ferðarljós­um fyrr en um síðir á móts við Víf­ilsstaðaveg.

Að sögn lög­regl­unn­ar var ökumaður bíls­ins vistaður á geðheil­brigðis­stofn­un en hafði farið þaðan. Hann hafði unnið hjá Sam­skip­um og vissi hvar nýj­ar, ótollaf­greidd­ar bif­reiðar voru oft geymd­ar ólæst­ar og með lykl­un­um í. Hann fór og sótti sér 10 hjóla drátt­ar­bíl og fór í öku­ferð um borg­ina.

Lög­reglu­menn í aust­ur­borg­inni sáu núm­er­is­laus­an bíl­inn í um­ferðinni og gáfu hon­um stöðvun­ar­merki. Drátt­ar­bíll­inn jók þá hraðann og var ekið gegn rauðum ljós­um á fjór­um gatna­mót­um á allt að 100 km hraða. Lög­regl­unni tókst að koma ein­um sinna bíla fram­fyr­ir drátt­ar­bíl­inn og bægja þannig ann­arri um­ferð frá. Á síðustu tvenn­um gatna­mót­un­um sem drátt­ar­bíll­inn brunaði í gegn­um á fullri ferð voru lög­reglu­menn stadd­ir til að hleypa drátt­ar­bíln­um í gegn áður en tókst að stöðva þenn­an háska­akst­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert