Gagnrýna rannsókn á meintum brotum í Byrginu

Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, hafa sent frá sér ályktun þar sem þeir segjast gagnrýna harðlega hvernig stærsti og alvarlegasti þátturinn í Byrgismálinu svokallaða virðist hafa gufað upp í umfjöllun um málið undanfarnar vikur.

„Meint misnotkun forstöðumanns Byrgisins gagnvart þeim einstaklingum sem þangað hafa sótt hjálp í boði ríkisins eru líklega alvarlegustu afleiðingarnar af stórfelldum embættisaflöpum í stjórnvalda í málefnum Byrgisins. Það er sorglegt og afar alvarlegt að sá hluti málsins sé höndlaður eins og um smávægilegan hlut sé að ræða," segir í ályktuninni.

Þá skora Ungir jafnaðarmenn á stjórnvöld, að taka fulla ábyrgð á sínum mistökum og veita fórnarlömbunum í þessu máli tilhlýðilega málsmeðferð. Jafnframt skora þeir á fjölmiðla, að fylgja þessum hluta málsins eftir. Gróf brot á trausti og réttindum einstaklinga beri að taka fram yfir umfjöllun um peninga og misnotkun á opinberu fé.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert