Lögreglan fær bíla og bifhjól

Haraldur Johannessen afhendir Stefáni Eiríkssyni ökutækin.
Haraldur Johannessen afhendir Stefáni Eiríkssyni ökutækin. mbl.is/Júlíus

Har­ald­ur Johann­essen, rík­is­lög­reglu­stjóri, af­henti í dag Stefáni Ei­ríks­syni, lög­reglu­stjóra höfuðborg­ar­svæðis­ins, þrjá nýja og vel út­búna lög­reglu­bíla og eitt mótor­hjól. Þetta eru fyrstu bíl­arn­ir af þeim tíu sem höfuðborg­ar­lög­regl­an hef­ur óskað eft­ir á þessu ári. Einn bíl­anna er bú­inn full­komn­um tölvu­búnaði.

Bíl­arn­ir eru af gerðinni Volvo S80, Tur­bo Disel. Þeir eru all­ir með full­komn­um radar og upp­töku­búnaði sem ein­fald­ar mjög eft­ir­lit lög­regl­unn­ar og leiðsögu­tæki sem trygg­ir viðbrögð lög­regl­unn­ar í út­köll­um á ört stækk­andi höfuðborg­ar­svæði.

Tveir þess­ara bíl­ar leysa af hólmi bíla um­ferðardeild­ar frá ár­inu 2000, en búið er að aka þeim rétt tæp­lega 300.000 kíló­metra. Þriðji bíll­inn kem­ur í stað bif­reiðar al­mennr­ar deild­ar sem skemmd­ist á síðasta ári.

Á síðasta ári og í byrj­un þessa árs hafa 29 öku­tæki bæst við bíla­flota lög­regl­unn­ar, flest vegna end­ur­nýj­un­ar. Á þessu ári er áætlað að 25 ný öku­tæki verði tek­in í notk­un. Lög­regl­an á land­inu hef­ur nú 161 öku­tæki til af­nota.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert