Lögreglan fær bíla og bifhjól

Haraldur Johannessen afhendir Stefáni Eiríkssyni ökutækin.
Haraldur Johannessen afhendir Stefáni Eiríkssyni ökutækin. mbl.is/Júlíus

Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, afhenti í dag Stefáni Eiríkssyni, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, þrjá nýja og vel útbúna lögreglubíla og eitt mótorhjól. Þetta eru fyrstu bílarnir af þeim tíu sem höfuðborgarlögreglan hefur óskað eftir á þessu ári. Einn bílanna er búinn fullkomnum tölvubúnaði.

Bílarnir eru af gerðinni Volvo S80, Turbo Disel. Þeir eru allir með fullkomnum radar og upptökubúnaði sem einfaldar mjög eftirlit lögreglunnar og leiðsögutæki sem tryggir viðbrögð lögreglunnar í útköllum á ört stækkandi höfuðborgarsvæði.

Tveir þessara bílar leysa af hólmi bíla umferðardeildar frá árinu 2000, en búið er að aka þeim rétt tæplega 300.000 kílómetra. Þriðji bíllinn kemur í stað bifreiðar almennrar deildar sem skemmdist á síðasta ári.

Á síðasta ári og í byrjun þessa árs hafa 29 ökutæki bæst við bílaflota lögreglunnar, flest vegna endurnýjunar. Á þessu ári er áætlað að 25 ný ökutæki verði tekin í notkun. Lögreglan á landinu hefur nú 161 ökutæki til afnota.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert