Samkeppnislög hert ef virðisaukaskattslækkun skilar sér ekki

Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, sagði í fréttum Ríkisútvarpsins að skoðað verði hvort herða eigi samkeppnislög ef vöruverð lækkar ekki eftir að virðisaukaskattur á matvælum verður lækkaður 1. mars.

Að undanförnu hefur komið fram, að heildsalar hafa hækkað verð á mat og hreinlætisvörum.

Árni sagði, að það væri prófsteinn á það hvort það sé nóg samkeppni á matvörumarkaðnum hvort lækkanirnar 1. mars nái fram að ganga. Gerist það ekki verði að fara ítarlega yfir samkeppnisreglur til að kanna hvað sé hægt að gera til að auka samkeppnina.

Árni sagðist þó hafa þá trú að bæði heildsalar og smásalar hafi metnað til þess að skila þessum lækkunum til neytenda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert