Í umdæmi lögreglunnar í Borgarnesi urðu þrjú alvarleg umferðaróhöpp í dag en engan sakaði. Í morgun fór sendibíll út í skurð undir Hafnarfjalli og sagðist bílstjórinn hafa blindast af ljósum bíls sem hann mætti. Skömmu fyrir hádegi ók ökumaður á ljósastaur við Bifröst og urðu miklar skemmdir á fólksbílnum og var hálku um að kenna. Framhjól datt síðan undan litlum jeppa á þjóðveginum skammt frá Svignaskarði klukkan 14. Ökumanni tókst að halda bílnum á veginum og stöðvaði bílinn úti í vegkanti.
Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi voru 6 ökumenn stöðvaðir fyrir hraðakstur í dag.