Alvarleg umferðaróhöpp í Borgarfirði

Í um­dæmi lög­regl­unn­ar í Borg­ar­nesi urðu þrjú al­var­leg um­ferðaró­höpp í dag en eng­an sakaði. Í morg­un fór sendi­bíll út í skurð und­ir Hafn­ar­fjalli og sagðist bíl­stjór­inn hafa blind­ast af ljós­um bíls sem hann mætti. Skömmu fyr­ir há­degi ók ökumaður á ljósastaur við Bif­röst og urðu mikl­ar skemmd­ir á fólks­bíln­um og var hálku um að kenna. Fram­hjól datt síðan und­an litl­um jeppa á þjóðveg­in­um skammt frá Svigna­sk­arði klukk­an 14. Öku­manni tókst að halda bíln­um á veg­in­um og stöðvaði bíl­inn úti í veg­kanti.

Að sögn lög­regl­unn­ar í Borg­ar­nesi voru 6 öku­menn stöðvaðir fyr­ir hraðakst­ur í dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka