Kvenréttindafélag Íslands 100 ára

Stúlknakór Kársnesskóla við setningu hátíðarinnar í Ráðhúsinu í dag.
Stúlknakór Kársnesskóla við setningu hátíðarinnar í Ráðhúsinu í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Nú stendur yfir hátíð Kvenréttindafélags á 100 ára afmælisdaginn í Ráðhúsi Reykjavíkur hátíðin hófst kl. 14:00 og stendur til kl. 17:00. Þorbjörg Inga Jónsdóttir formaður Kvenréttindafélags Íslands setti hátíðahöldin og Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra mun flytja heiðursávarp.

Félagið var stofnað árið 1907 á heimili Bríetar Bjarnhéðinsdóttur og var hún fyrsti formaður félagsins og gegndi hún þeirri stöðu í 20 ár.

Markmið félagsins við stofnun var að starfa að því að íslenskar konur fengju fullt stjórnmálajafnrétti á við karlmenn, kosningarétt, kjörgengi svo og embættisgengi og rétt til atvinnu með sömu skilyrðum og karlmenn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert