Kvenréttindafélag Íslands 100 ára

Stúlknakór Kársnesskóla við setningu hátíðarinnar í Ráðhúsinu í dag.
Stúlknakór Kársnesskóla við setningu hátíðarinnar í Ráðhúsinu í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Nú stend­ur yfir hátíð Kven­rétt­inda­fé­lags á 100 ára af­mæl­is­dag­inn í Ráðhúsi Reykja­vík­ur hátíðin hófst kl. 14:00 og stend­ur til kl. 17:00. Þor­björg Inga Jóns­dótt­ir formaður Kven­rétt­inda­fé­lags Íslands setti hátíðahöld­in og Siv Friðleifs­dótt­ir, heil­brigðis-og trygg­inga­málaráðherra mun flytja heiðursávarp.

Fé­lagið var stofnað árið 1907 á heim­ili Bríet­ar Bjarn­héðins­dótt­ur og var hún fyrsti formaður fé­lags­ins og gegndi hún þeirri stöðu í 20 ár.

Mark­mið fé­lags­ins við stofn­un var að starfa að því að ís­lensk­ar kon­ur fengju fullt stjórn­mála­jafn­rétti á við karl­menn, kosn­inga­rétt, kjörgengi svo og embætt­is­gengi og rétt til at­vinnu með sömu skil­yrðum og karl­menn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert