Mikill mannfjöldi á landsfundi Frjálslynda flokksins

Miklar raðir eru við kjörkassana á Hótel Loftleiðum.
Miklar raðir eru við kjörkassana á Hótel Loftleiðum. mbl.is/Árni Sæberg

Ekki er enn hafin kosning á landsfundi Frjálslynda flokksins á Hótel Loftleiðum en samkvæmt dagskrá átti formannskjör að hefjast klukkan þrjú og. Myndast hafa langar raðir þar sem fólk sækir sér kjörgögn en ekki er ljóst hvenær kosningin hefst. Magnús Reynir Guðmundsson, framkvæmdastjóri flokksins, sagði að um 1000 manns væru í húsinu.

Því var lýst yfir klukkan 15:20, að ákveðið hefði verið að loka fyrir nýskráningar í flokkinn en reynt yrði að afhenda kjörgögn til þeirra sem þegar hefðu skráð sig í flokkinn.

Á fundinum í dag var m.a. samþykkt tillaga um að óskað verði rannsóknar á upphafi kvótakerfisins því hvort Halldór Ásgrímsson, þáverandi sjávarútvegsráðherra, hefði haft lagaheimildir fyrir því að koma kerfinu á.

Einnig var samþykkt ályktun frá Sverri Hermannssyni um að þingmenn flokksins hlutist til þess á Alþingi, að fram fari opinber rannsókn á allri starfsemi einkavæðingarnefndar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert