Neyðarástand um borð í flugvél Icelandair

Vöruflutningavél Icelandair eftir neyðarlendinguna á Egilsstöðum í morgun.
Vöruflutningavél Icelandair eftir neyðarlendinguna á Egilsstöðum í morgun. mbl.is/Steinunn Ásmundsdóttir

Viðvörunarljós kviknaði í mælaborði Boeing 757-200 vöruflutningavél Icelandair sem var á leið frá Jönköping í Svíþjóð til Keflavíkur og var hættuástandi lýst yfir klukkan 8:44 í morgun. Ljósið gaf til kynna að eldur væri í farangursrými vélarinnar. Tveir menn voru um borð og var vélinni snúið til Egilsstaða þar sem öllu tiltæku liði Brunavarna Héraðs og Borgarfjarðar var ræst út. Einnig var neyðarútkall hjá Landhelgisgæslunni.

Landhelgisgæslunni var gert viðvart er flugvél Icelandair átti tíu mínútur eftir ófarnar en skömmu áður en þyrlur gæslunnar fóru í loftið aflýsti Óskar Bjartmarz yfirlögregluþjónn hættuástandinu.

Vélin átti um 20 mínútur eftir ófarnar til Keflavíkur er viðvörunarljósið kviknaði og henni var snúið til Egilsstaða. Hámarksviðbúnaður var hafður þar og höfðu viðbragðsaðilar 14 mínútur til stefnu.

Vélin lenti heilu og höldnu klukkan 9.04 og fljótlega eftir að vélin lenti kom í ljós að engin eldur var um borð í vélinni og verið er að athuga hvað olli því að viðvörunarljósið kviknaði. Ný áhöfn og rannsóknaraðilar Flugstoða ohf. eru nú á leið til Egilsstaða. Vélin var að flytja vélabúnað frá Husqvarna og engin hættuleg eiturefni um borð.

Vöruflutningavél Icelandair á Egilsstaðaflugvelli í morgun.
Vöruflutningavél Icelandair á Egilsstaðaflugvelli í morgun. mbl.is/Steinunn Ásmundsdóttir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert