Stakir jakar undir Stigahlíð

Hafís er landfastur í Arnarfirði.
Hafís er landfastur í Arnarfirði. mbl.is/Jón Þórðarson

Stakir jakar og íshrafl voru í morgun undir Stigahlíð við Ísafjarðardjúp samkvæmt tilkynningu frá skipi. Stórir jakar eru inn á milli. Þetta kemur fram á heimasíðu jarðfræðiskorar Háskóla Íslands.

Í gær var hafísspöng landföst í mynni Arnarfjarðarog talið er mjög líklegt að ís reki inn á Vestfirði í dag.

Veðurstofan sendi frá sér viðvörun síðdegis í gær og benti á nálægð hafíss skammt undan Vestfjörðum. Siglingaleiðir á þeim slóðum voru sagðar geta verið mjög varasamar og jafnvel lokaðar litlum bátum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert