Svifrykið skemmir lungu barna

ftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is

Bandaríska rannsóknin hefur staðið yfir í 13 ár. Hún náði til 3.600 barna á aldrinum 10–18 ára sem búsett eru í mið- og suðurhluta Kaliforníuríkis. Könnunin leiddi í ljós að börn sem bjuggu innan við 457 metra frá hraðbraut önduðu frá sér 3% minna lofti og 7% hægar en börn sem bjuggu fjær.

Lúðvík Gústafsson, deildarstjóri hjá umhverfissviði Reykjavíkurborgar, segir að í fyrra hafi mælingar sýnt að mengun í Reykjavík hafi í samtals 29 daga farið yfir heilsuverndarmörk. Magn svifryks við mælingastöðina við Grensásveg í Reykjavík hefur farið í 700 míkrógrömm á rúmmetra, í nóvember 2005, en heilsuverndarmörkin eru 50 míkrógrömm. Lúðvík segir þessa niðurstöðu "algerlega óviðunandi".

"Sá sem þjáist af lungnaskaða af völdum mengunar sem barn mun líklega ekki hafa heilbrigð lungu það sem eftir lifir ævinnar," sagði W. James Gauderman, einn helsti höfundur rannsóknarinnar.

Nánar er fjallað um þetta mál í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert