Svifrykið skemmir lungu barna

ftir Bald­ur Arn­ar­son baldura@mbl.is

Banda­ríska rann­sókn­in hef­ur staðið yfir í 13 ár. Hún náði til 3.600 barna á aldr­in­um 10–18 ára sem bú­sett eru í mið- og suður­hluta Kali­forn­íu­rík­is. Könn­un­in leiddi í ljós að börn sem bjuggu inn­an við 457 metra frá hraðbraut önduðu frá sér 3% minna lofti og 7% hæg­ar en börn sem bjuggu fjær.

Lúðvík Gúst­afs­son, deild­ar­stjóri hjá um­hverf­is­sviði Reykja­vík­ur­borg­ar, seg­ir að í fyrra hafi mæl­ing­ar sýnt að meng­un í Reykja­vík hafi í sam­tals 29 daga farið yfir heilsu­vernd­ar­mörk. Magn svifryks við mæl­inga­stöðina við Grens­ás­veg í Reykja­vík hef­ur farið í 700 míkró­grömm á rúm­metra, í nóv­em­ber 2005, en heilsu­vernd­ar­mörk­in eru 50 míkró­grömm. Lúðvík seg­ir þessa niður­stöðu "al­ger­lega óviðun­andi".

"Sá sem þjá­ist af lungnaskaða af völd­um meng­un­ar sem barn mun lík­lega ekki hafa heil­brigð lungu það sem eft­ir lif­ir æv­inn­ar," sagði W. James Gau­derm­an, einn helsti höf­und­ur rann­sókn­ar­inn­ar.

Nán­ar er fjallað um þetta mál í Morg­un­blaðinu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert