Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði í kvöld að sér þætti „frekar leitt að [Margrét] skyldi taka þessa afstöðu,“ er hann var inntur viðbragða við yfirlýsingu Margrétar Sverrisdóttur.
Miðstjórnarfundur flokksins yrði haldinn síðdegis á miðvikudaginn og kvaðst Guðjón telja rétt að bíða með frekari yfirlýsingar þar til þetta mál hefði verið rætt í miðstjórinni. „Við höfum verið ásakaðir um margt.“