Stúdentaráðskosningar í HÍ 7. og 8. febrúar

Miðvikudaginn 7. febrúar og fimmtudaginn 8. febrúar næstkomandi fara fram kosningar til Stúdentaráðs Háskóla Íslands og Háskólafundar. Notuð verður miðlæg kjörskrá eins og undanfarin ár og þar af leiðandi geta stúdentar valið sér kjördeildir eftir hentugleika og eru ekki bundnir við ákveðnar kjördeildir.

Kjördeildir verða á eftirfarandi stöðum: Aðalbyggingu, Árnagarði, Odda, VR II, Lögbergi, Háskólabíói, Haga, Öskju, Skógarhlíð, Eirbergi, Læknagarði og Þjóðarbókhlöðu.

Kjördeildir verða opnar báða dagana frá 9:00 til 18:00.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram á skrifstofu Stúdentaráðs föstudaginn 2. febrúar, mánudaginn 5. febrúar og þriðjudaginn 6. febrúar frá kl. 12:00 til 15:00 alla dagana. Þeir sem greiða atkvæði við slíka atkvæðagreiðslu skulu gefa út drengskaparheit um að þeir telji sig ekki geta greitt atkvæði á kjördag, að því er segir í fréttatilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert