Stuðningsmenn Margrétar ætla að finna hugsjónum sínum nýjan farveg

Guðrún Ásmundsdóttir, einn stuðningsmanna Margrétar, kemur til fundarins í kvöld.
Guðrún Ásmundsdóttir, einn stuðningsmanna Margrétar, kemur til fundarins í kvöld. mbl.is/Sverrir

Stuðningsmenn Margrétar Sverrisdóttur segja í yfirlýsingu í kvöld að þeir séu fylgjandi þeim grundvallarhugsjónum sem Frjálslyndi flokkurinn byggði áður á og muni finna þeim nýjan farveg. Á landsþingi um sl. helgi hafi forysta flokksins snúið baki við sínum gömlu félögum.

Yfirlýsing stuðningsmanna Margrétar er svohljóðandi:

„Stuðningsmenn Margrétar Sverrisdóttur harma þá stöðu sem nú er uppi í Frjálslynda flokknum. Á landsþingi sl. helgi sneri forysta flokksins baki við sínum gömlu félögum.

Þær áherslur og þau vinnubrögð sem fylgdu komu Nýs afls í Frjálslynda flokkinn eru þess eðlis að við getum aldrei lagt nafn okkar við slíkt. Stuðningsmenn Margrétar Sverrisdóttur eru eftir sem áður fylgjandi þeim grundvallarhugsjónum, sem Frjálslyndi flokkurinn byggði áður á og munu finna þeim nýjan farveg.

Margrét Sverrisdóttir hefur verið ötull talsmaður þeirra hugsjóna og við væntum þess að njóta krafta hennar áfram á nýjum vettvangi.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert