Íslenskt lyf gegn fuglaflensu og kvefi væntanlegt

00:00
00:00

Dr Jón Bragi Bjarna­son pró­fess­or í líf­efna­fræði við Há­skóla Íslands tel­ur sig hafa upp­götvað aðferð til að þróa lyf gegn fuglaflensu og hinu al­menna kvefi. Hann hef­ur eytt þrjá­tíu árum í að rann­saka prót­ein­kljúf­andi ensím sem ríf­ur próteinviðtak­ann á veir­um þannig að þær geti ekki sýkt heil­brigðar frum­ur manns­lík­am­ans.

Einnig mun þetta þorska­ensím virka vel á bólg­ur og ung­linga­ból­ur. Eft­ir nokkra mánuði verða komn­ir á markaðinn hálsúðar og hálstöfl­ur til að losa okk­ur við kverka­skít­inn.

Nú þegar eru komn­ar húðvör­ur á markaðinn und­ir vörumerk­inu Pensím og hafa þær gefið góða raun gegn vægu ex­emi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert