Verð á smjöri, osti, mjólk, kjúklingabringum og nautahakki er tæplega 170% hærra hér en á Spáni, tvöfalt hærra en í Bretlandi og Bandaríkjunum og 50% hærra en í Noregi.
Þetta kemur fram á fréttavef RÚV en fréttaritarar útvarpsins í Madrid, Ósló, Lundúnum og í Bandaríkjunum fóru á stúfana í gær og könnuðu verð á tilteknum matvörum í verslunum sem flokkast undir lágvöruverðsverslanir.
Hér var verðið kannað í verslun Bónuss við Smáratorg í Kópavogi. Borið var saman kíló- og lítraverð og reynt að velja sambærilegar vörur.
Þegar smjör, léttmjólk, brauðost, ferskar kjúklingabringur og nautahakk er sett í matarkörfuna kostar hún í Bónus 4.874 kr. Sama karfan kostar rúmar 1.800 kr. í Madrid, um 2.400 kr. bæði í Lundúnum og í Bandaríkjunum. Um 2.800 kr. í Kaupmannahöfn og rúmar 3.243 kr. í Ósló.