Spyrja um blóðdemanta

Leonardo DiCaprio ásamt Djimon Hounsou í kvikmyndinni Blóðdemantar
Leonardo DiCaprio ásamt Djimon Hounsou í kvikmyndinni Blóðdemantar Reuters
Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is
ÍSLANDSDEILD Amnesty International hefur sent fyrirspurnir til yfir 70 íslenskra gullsmiða og skartgripaverslana og spurst fyrir um stefnu þeirra gagnvart svonefndum blóðdemöntum og um þekkingu þeirra á þeim, en blóðdemantar hafa verið notaðir til að fjármagna vopnuð átök í Afríku sem hafa kostað milljónir mannslífa. Svör hafa borist frá fáum en ljóst virðist að lítil umræða hefur farið fram um þessi mál meðal hagsmunaaðila hérlendis.

Gullsmiðir og starfsmaður skartgripasala, sem rætt var við í gær, sögðu að demantar sem þeir flyttu inn væru fengnir hjá virtum og traustum fyrirtækjum í löndum sem væru aðilar að svonefndu Kimberley-ferli sem ætti að koma í veg fyrir sölu blóðdemanta. Íslenska ríkið tekur ekki þátt í ferlinu.

Amnesty International hefur nýtt sér kvikmyndina Blóðdemantur með Leonardo DiCaprio í aðalhlutverki til að vekja athygli á málefninu. Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildarinnar, segir að þótt það sé mikilvægt að innlendir aðilar kaupi frá demantasölum í ríkjum sem eru aðilar að Kimberley-ferlinu, sé full ástæða fyrir íslenska neytendur að óska eftir að fá að sjá slíkt vottorð því slíkt eigi þátt í að skapa þrýsting á alþjóðamarkaði. Spurð sagði hún þó frekar ólíklegt að blóðdemantar væru í umferð á Íslandi.

Nánar er fjallað um þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert