3.500 olíubílar af brautinni

eftir Helga Bjarnason

helgi@mbl.is

Olíuflutningar um Reykjanesbrautina minnka verulega vegna þess að farið er að landa meginhluta af flugvélaeldsneytinu sem notað er á Keflavíkurflugvelli í Helguvíkurhöfn. Olíufélögin hafa fengið afnot af þremur tönkum Atlantshafsbandalagsins við Helguvík og Reykjaneshöfn hefur tekið að sér rekstur allrar hafnarinnar.

Eftir að varnarliðið fór tók ríkið við rekstri olíutanka og tilheyrandi hafnarmannvirkja NATO í Helguvík. Pétur Jóhannsson hafnarstjóri segir að Reykjaneshöfn muni sjá um rekstur hafnarmannvirkja, mengunarvarnir og öryggisgæslu á meðan skip eru í höfn. Allt hafnarsvæðið er nú innan hafnarsvæðis Reykjaneshafnar.

Fyrsti farmurinn kominn

Leiðslur liggja úr olíutönkunum í Helguvík og upp á Keflavíkurflugvöll en þær eru ekki tengdar tönkum EBK á flugþjónustusvæðinu. Á vegum flugvallaryfirvalda er unnið að undirbúningi tengingar þar á milli en eldsneytið verður flutt á bílum milli tankanna fyrst um sinn.

Pétur bindur vonir við að hinir fjórir olíutankarnir verði einnig teknir í notkun, fyrir aðrar tegundir eldsneytis, jafnvel á alþjóðavísu. "Það er mikilvægt að koma þeim öllum í gagnið því annars fer þetta að grotna niður og skemmast," segir hann.

Olíuinnflutningurinn um Helguvík skapar Reykjaneshöfn umtalsverðar tekjur. "Við vonum að þessi nýju umsvif muni bæta okkur upp það tekjutap sem við urðum fyrir við brottför varnarliðsins," segir Pétur en miklum hluta af innflutningi til varnarliðsins var skipað upp í höfnum Reykjanesbæjar.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert