Bærinn óskaði eftir því að vinnuvélar yrðu fluttar úr Álafosskvosinni

Frá mótmælunum í dag.
Frá mótmælunum í dag. mbl.is/ÞÖK

Ásbjörn Þorvarðarson, byggingafulltrúi í Mosfellsbæ, segir að vinnuvélar hafi verið fluttar frá framkvæmdasvæði við Álafosskvos í dag að beiðni bæjarstjórnar. 50-60 manns mótmæltu þar fyrr í dag fyrirhugaðri tengibraut sem leggja á við kvosina og komu í veg fyrir að hægt væri að hefja vinnu.

Ásbjörn segir að bærinn ætli að fara betur yfir málið. Viss hætta hafi skapast við mótmælin í dag, því mótmælendur hafi gengið innan um stórvirkar vinnuvélar. Ásbjörn segist ekki eiga von á því að framkvæmdir við þetta svæði hefjist fyrr en búið sé að fara yfir alla þætti málsins.

Bærinn fékk í gær erindi frá úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála sem verður svarað og á næstu dögum verða hönnunargögn vegna framkvæmdarinnar kynnt fyrir íbúum á fundi. Ásbjörn segir framkvæmdina í samræmi við aðalskipulag frá árinu 1983 og deiliskipulag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert