Lögregla kölluð út vegna handboltaáhugamanna

Frá leiknum í gærkvöldi
Frá leiknum í gærkvöldi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð að fjölbýlishúsi í Kópavogi um hálfníuleytið í gærkvöld. Sá sem hringdi í lögregluna var áhyggjufullur og sagði að öskur og læti heyrðust úr íbúð í stigaganginum. Þegar að var gáð reyndast þetta eiga sér eðlilegar skýringar. Fólkið í íbúðinni var að fylgjast með viðureign Íslendinga og Dana á HM í handbolta.

Að sögn lögreglu var leikurinn æsispennandi og þurfti framlengingu til að knýja fram úrslit. Þarna voru húsráðendur að hvetja strákana okkur til dáða en því miður dugði það ekki til, að sögn lögreglu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert