Niðurstaðan úr atkvæðagreiðslunni engum vafa undirorpin

Frá kjörinu á landsfundi Frjálslynda flokksins.
Frá kjörinu á landsfundi Frjálslynda flokksins. mbl.is/Árni Sæberg

Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir að á fundi miðstjórnar flokksins í kvöld hafi m.a. verið farið yfir niðurstöður talningar úr kjöri varaformanns og annarra stjórnarmanna, sem mikið hafi verið í umræðunni undanfarið, og samkvæmt skýrslu yfirmanna kjördeilda sé niðurstaðan engum vafa undirorpin.

Í skýrslunni segi að þrátt fyrir að atkvæðagreiðslan hefði verið nokkuð erfið í framkvæmd vegna mikils fjölmennis, og einhverjir hnökrar hafi orðið á henni, bendi ekkert til að hægt sé að draga niðurstöðurnar í efa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert