Um 20 úrsagnir úr Frjálslynda flokknum

Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is

Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segist ekki líta svo á að flokkurinn sé klofinn þrátt fyrir að Margrét Sverrisdóttir hafi sagt skilið við hann. Hann reikni þó allt eins með að úrsögnum úr flokknum eigi eftir að fjölga. Ekki sé enn víst hvernig stuðningsmenn Margrétar bregðist við brotthvarfi hennar. Vissulega missi flokkurinn eitthvað af stuðningsfólki en einnig muni bætast í hann. Guðjón Arnar bendir á að flokkurinn hafi ekki klofnað þegar Gunnar Örlygsson, fyrrum þingmaður Frjálslyndra, gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn árið 2005, þótt þá hafi farið fólk úr flokknum.

Sigurlín Margrét Sigurðardóttir, varaþingmaður Frjálslynda flokksins í Suðvesturkjördæmi, er ein þeirra sem hafa sagt sig úr flokknum, en Sigurlín var varamaður Gunnars Örlygssonar. Guðjón Arnar segist ekki sjá annað en að hún haldi því umboði sem hún hafði sem slíkur. Þá hefur borgarstjórnarflokkur Frjálslyndra lýst stuðningi við Margréti og segir Guðjón Arnar að það eigi eftir að koma í ljós hvar sá stuðningur liggi og hvort þeir sem eru í borgarstjórnarflokknum segi sig úr flokknum.

Margir viljað ræða málin

Í hnotskurn
» Margrét Sverrisdóttir segir að þótt fólk kjósi að yfirgefa Frjálslynda flokkinn sé ekki sjálfgefið að það vilji vinna með henni.
» Það komi í ljós í næstu mælingu hvaða áhrif það muni hafa á flokkinn að sameinast Nýju afli og snúa baki við gömlum flokksmönnum.
» Miðstjórn Frjálslynda flokksins fundar í dag.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert