130% hærri álagning

Olíufélögin
Olíufélögin mbl.is/Júlíus
eftir Kristján Torfa Einarsson

kte@mbl.is

ÁLAGNING olíufélaganna í bensínsölu er um 130% hærri hér á landi en í löndum Evrópusambandsins. Meðalálagning íslensku olíufélaganna var um 19,1 króna af hverjum seldum bensínlítra á árinu 2006 en í svokölluðum EU-15 löndum ESB var hún hins vegar 8,4 krónur.

Um er að ræða álagningu að undanskildum sköttum og gjöldum, þ.e. þá álagningu sem söluaðilarnir leggja á til að svara kostnaði og framlegð af sölunni. Tölurnar byggjast annars vegar á útreikningum Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) og hins var á upplýsingum frá Evrópusambandinu, sem birtir vikulega upplýsingar um útsöluverð í löndum sambandsins að sköttum og gjöldum undanskildum.

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir þennan mikla mun endurspegla fákeppni á íslenska markaðinum. "Það er ljóst að aðhald á markaðinum hefur ekki verið nægilegt og það skortir virkari samkeppni. Íslenskir neytendur gjalda þess með því að greiða mun hærri álagningu en þekkist í löndunum í kringum okkur," segir Runólfur.

Of margar bensínstöðvar

"Þá er ljóst að bensínstöðvar hér á landi eru fleiri en markaðurinn þarf á að halda og þeim fjölgar dag frá degi. Menn eru farnir að hola niður stöðvum á öðru hverju götuhorni í einhverju kapphlaupi. Samkeppnin endurspeglast af offjárfestingum og mikilli þjónustu. Þannig að þetta er eflaust hluti af skýringunni," segir Hermann.

Sjá ítarlega umfjöllun í Viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert