Alvarlegum slysum fækkar

Ekkert banaslys varð í umferðinni í janúarmánuði. Þá hefur slysum með alvarlegum meiðslum á fólki almennt fækkað. "Þetta er góð byrjun á löngu verkefni," segir talsmaður baráttusamtakanna Samstöðu.

Banaslys í umferðinni í janúar síðustu fimm árin samsvara einu og hálfu banaslysi á mánuði. Sigurður Helgason, verkefnisstjóri umferðaröryggismála hjá Umferðarstofu, telur að alvarleg slys hafi einnig orðið umtalsvert færri en á sama tíma undanfarin ár. Sigurður tekur fram að það hafi gerst áður að komið hafi allt að þriggja mánaða tímabil án banaslysa en svo geti slys í einum mánuði gjörbreytt stöðunni.

Meira eftirlit og umræða

Baráttu- og grasrótarsamtökin Samstaða – slysalaus sýn – hafa látið til sín taka í umræðunni um bætta vegi og umferðaröryggismál. Nú eru sex áhugamannahópar aðilar að Samstöðu.

Steinþór Jónsson, talsmaður samtakanna, segir vert að þakka fyrir þann áfanga sem nú hafi náðst, að ekki hafi orðið banaslys í umferðinni í janúar. Nú þurfi að líta til næsta mánaðar og allir þurfi að leggjast á eitt um að tryggja sama árangur í febrúar. Jafnframt megi ekki gleyma öðrum alvarlegum slysum sem einnig þurfi að fækka.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert