Hörð aftanákeyrsla í Ölfusi

mbl.is/Guðmundur Karl

Engin slys urðu á fólki í harðri aftanákeyrslu við Ingólfshvol í Ölfusi um hálf sexleytið síðdegis í dag, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Selfossi. Fólksbíl var ekið aftan á jeppa sem stóð kyrr, en ökumaður fólksbílsins áttaði sig of seint á því að jeppinn var kyrrstæður.

Ökumenn voru einir í bílunum og sakaði ekki. Jeppinn var kyrrstæður fyrir aftan annan jeppa sem var með hestakerru á leið að Ingólfshvoli. Að sögn lögreglu var rigning og vegurinn blautur, og átti það sinn þátt í hvernig fór.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert