Jónína Benediktsdóttir segir að tölvupóstar í olíumálinu hafi lekið út

mbl.is/Júlíus

Jónína Benediktsdóttir segir á bloggvef sínum að tölvupóstar olíuforstjóranna hafi verið komnir inn á heimili hennar og þáverandi sambýlismanns hennar, Jóhannesar Jónssonar, löngu áður en þeir bárust Samkeppnisstofnun.

„Hvað gerðist, ef ég nú vogaði mér að láta almenning vita, að tölvupóstar olíuforstjóranna voru komnir inn á heimili mitt og Jóhannesar í Bónus, löngu áður en þeir bárust Samkeppnisstofnun? Fæ ég þá fleiri og magnaðri árásir í Baugsmiðlunum? Hvers vegna segir enginn: Það þarf að rannsaka upphaf olíumálsins? Hver ýtti því úr vör? Hvaða hugur bjó þar að baki? Góðmennska, hefndarhugur?" að því er segir á bloggveg Jónínu Benediktsdóttur.

Bloggsíða Jónínu Benediktsdóttur

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert