Sjávarútvegsráðuneytið hefur í dag, að tillögu Hafrannsóknastofnunar, gefið út reglugerð um að auka loðnukvótann á vetrarvertíðinni 2007, í 370 þúsund lestir eða um 190 þúsund lestir.
Þegar heildarkvótanum hefur verið skipt á milli þjóða í samræmi við ákvæði samninga hafa íslensk skip heimild til að veiða 300.245 lestir af loðnu á yfirstandandi vertíð.
Áfram verður fylgst með göngu loðnunnar og kvótinn aukinn síðar ef ástæða þykir til, að því er segir í tilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu.