Í framahaldi af ákvörðun ríkisstjórnarinnar um lækkun á verði matvæla og þjónustu veitinga – og gistihúsa frá og með 1. mars. 2007 telur Neytendastofa nauðsynlegt að virkja almenning til eftirlits með verði á vörum og þjónustu við þessi tímamót.
Í tilkynningu frá Neytendastofu biður stofan neytendur í landinu til þess að taka virkan þátt í aðhaldi og eftirliti með því að verðlagsbreytingar skili sér til neytenda.
Á heimsíðu Neytendastofu hefur af þessu tilefni verið opnuð vefgátt undir nafninu: „Verðlagsábendingar – Láttu vita!“
Á vefgáttinni getur almenningur komið á framfæri ábendingum hvort fyrirhugaðar verðlagsbreytingar hafi komið til framkvæmda hjá þeim aðilum sem þeir eiga viðskipti við.