SVÞ undrast málflutning forstjóra Samkeppniseftirlitsins

SVÞ-Samtök verslunar og þjónustu undrast mjög málflutning forstjóra Samkeppniseftirlitsins, Páls Gunnars Pálssonar, varðandi matvörumarkaðinn og telja að með honum sé hann að hvetja starfsmenn í matvöruversluninni til að bregðast trúnaðarskyldu við atvinnuveitendur sína.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem SVÞ sendu frá sér í dag vegna áskorunar Samkeppniseftirlitsins til starfsmanna fyrirtækja um að tilkynna á vefsíðu eftirlitsins um brot á samkeppnislögum.

Í yfirlýsingunni segir að eftirlit hins opinbera sé með þessu komið út fyrir þau mörk sem hægt sé að samþykkja.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert