Tölvufíkill trylltist

Lögreglan var kölluð á heimili á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi. Þar hafði unglingur misst stjórn á sér. Að sögn lögreglunnar hafði unglingurinn setið við tölvuna og spilað á Netinu klukkustundum saman án þess að virða nein takmörk sem honum voru sett.

Forráðamenn hans gripu til þess ráðs að segja upp netáskriftinni. Þá missti unglingurinn stjórn á sér. Hafði hann skeytt skapi sínu m.a. á veggjum heimilisins með því að kýla í gegnum þá. Svo læsti hann að sér og þurfti að sparka upp hurð til að komast að honum.

Að sögn lögreglunnar er þetta ekki einsdæmi og hefur útköllum af þessu tagi fjölgað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert