Veittar verða 218 milljónir í aukið umferðareftirlit

Sturla Böðvarsson kynnti samninginn fyrir blaðamönnum. Með Sturlu á myndinn …
Sturla Böðvarsson kynnti samninginn fyrir blaðamönnum. Með Sturlu á myndinn eru Karl Ragnars frá Umferðarstofu, Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri og Kjartan Magnússon mbl.is/Júlíus

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra ásamt Haraldi Johannessen, ríkislögreglustjóra, á blaðamannafundi í dag samning um stóraukið umferðareftirlit og hinsvegar samning um sjálfvirkt hraðaeftirlit en að þeim samningi koma Ríkislögreglustjóri, Umferðarstofa og Vegagerðin.

Undanfarin tvö ár hafa verið gerðir samstarfssamningar milli Ríkislögreglustjóra og Umferðarstofu fyrir hönd samgönguráðuneytisins um sérstakt og aukið umferðareftirlit lögreglu. Árangur þessa samstarfs er metið svo mikið að ákveðið hefur verið að halda því starfi áfram og efla það til muna, að því er fram kom á blaðamannafundinum.

Á fundinum voru meðal annars kynnt kaup á 8 lögreglubifhjólum með Eyewitness myndavélabúnaði. Að auki verður settur Eyewitness búnaður á eldri bifhjól lögreglunnar.

Veittar verða 218 milljónir til búnaðakaupa og til aukins umferðareftirlits til næstu tveggja ára. Á síðasta ári var 65 milljónum króna varið í aukið eftirlit, en á næstu tveimur árum verður samtals 218 milljónum varið í sambærileg verkefni ásamt kostnaði við sjálfvirkt hraðaeftirlit.

Kjartan Magnússon nýr formaður Umferðarráðs

Á fundinum kom fram að Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hafi verið skipaður formaður Umferðarráðs en Óli Þ. Þórðarson er að láta af störfum eftir áratuga langt starf.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert