Andri Snær og Ólafur Jóhann hlutu Íslensku bókmenntaverðlaunin

Ólafur Jóhann Ólafsson og Andri Snær Magnason hlutu Íslensku bókmenntaverðlaunin …
Ólafur Jóhann Ólafsson og Andri Snær Magnason hlutu Íslensku bókmenntaverðlaunin í ár. Þorvaldur Örn Kristmundsson

Andri Snær Magnason og Ólafur Jóhann Ólafsson hlutu í dag Íslensku bókmenntaverðlaunin. Andri Snær fékk verðlaun í flokki fræðirita fyrir Draumalandið, og Ólafur Jóhann í flokki skáldrita fyrir Aldingarðinn. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti verðlaunin á Bessastöðum síðdegis í dag.

Í flokki vísindarita og rita almenns efnis voru þessar bækur tilnefndar:

Draumalandið eftir Andra Snæ Magnason, Íslenskir hellar eftir Björn Hróarsson, Óvinir ríkisins eftir Guðna Th. Jóhannesson, Skáldalíf eftir Halldór Guðmundsson og Upp á Sigurhæðir eftir Þórunni Valdimarsdóttur.

Í flokki fagurbókmennta voru þessar tilnefndar:

Tryggðarpantur eftir Auði Jónsdóttur, Sendiherrann eftir Braga Ólafsson, Fyrir kvölddyrum eftir Hannes Pétursson, Guðlausir menn eftir Ingunni Snædal, og Aldingarðurinn eftir Ólaf Jóhann Ólafsson.

Í dómnefnd sátu Stefán Baldursson, Sigríður Þorgeirsdóttir og Kristján Kristjánsson.

Andri Snær Magnason flytur ávarp á Bessastöðum í dag.
Andri Snær Magnason flytur ávarp á Bessastöðum í dag. mbl.is/ RAX
Ólafur Jóhann Ólafsson þakkar fyrir Íslensku bókmenntaverðlaunin á Bessastöðum í …
Ólafur Jóhann Ólafsson þakkar fyrir Íslensku bókmenntaverðlaunin á Bessastöðum í dag. mbl.is/RAX
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert