Steingrímur: Fyrirfram útilokað samstarf við flokka sem gera út á andúð í garð útlendinga

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, segir í grein í Morgunblaðinu í dag, að ef svo dapurlega eigi eftir að fara í íslenskum stjórnmálum að þar gangi fram flokkur sem beinlínis geri út á andúð í garð fólks af erlendum uppruna og daðri við kynþáttaaðgreiningarhyggju þá sé samstarf fyrirfram útilokað við slíka flokka.

Greinin er skrifuð vegna ritstjórnargreina, sem birst hafa í Morgunblaðinu að undanförnu. Steingrímur segir, að VG muni leggja sína stefnu um aðlögun, umburðarlyndi, skilning og fyllstu mannréttindi til grundvallar í öllum viðræðum um málefni innflytjenda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert