Kvarta til umboðsmanns

Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur kvartað til Umboðsmanns Alþingis fyrir hönd Réttindaskrifstofu stúdentaráðs HÍ vegna ítrekaðra einkunnavanskila sumra kennara við HÍ.

Kennarar hafa þrjár vikur til að skila einkunnum samkvæmt reglum skólans en mega á haustönn skila eftir fjórar vikur, að sögn Sigurðar Arnar Hilmarssonar, formanns stúdentaráðs. Því miður séu þessar reglur brotnar ítrekað af kennurum skólans, þótt flestir standi sig vel. Hins vegar fari einstaka kennarar langt yfir leyfileg mörk og eru dæmi um eftir jólaprófin í desember sl. að tekið hafi 45 daga að skila einkunn úr prófi og enn séu einkunnir í einstaka námskeiðum ókomnar. Telur stúdentaráð þessi vanskil skaða stúdenta með þrennum hætti, en í fyrsta lagi setji það námsframvindu nemenda á vorönn í óvissu enda geti margir þeirra ekki gengið frá skráningu í námskeið fyrr en einkunnir liggja fyrir. Í öðru lagi geti vanskilin raskað stöðu námsmanna á stúdentagörðum en þeir verða að sýna fram á tiltekinn námsárangur til þess að halda húsnæði á görðunum. Í þriðja lagi hafi tafir á einkunnaskilum áhrif á námslán, en lánin eru greidd eftir á.

Við þetta ástand verði ekki unað og telur Sigurður með ólíkindum að kennarar taki ekki ábyrgð á tjóni nemenda sinna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert