Mikið hefur verið um umferðaróhöpp og bílveltur í umdæmi lögreglunnar á Selfossi í dag, eða alls um sex óhöpp. Að sögn lögreglu er mikil hálka í uppsveitum Árnessýslu og má rekja mörg slysin til hálkunnar. Enginn hefur þó slasast en í öllum tilvikum þurfti þó að kalla eftir dráttarbifreið til þess að draga ökutækin á brott.
Um klukkan 9:15 í morgun ók ökumaður út af Suðurlandsvegi við Ingólfsfjall. Hann slasaðist ekki.
Kl. 9:30 varð umferðaróhapp á Hellisheiði þar sem ökumaður missti stjórn á ökutækinu og ók út af sökum hálku. Engin slys urðu á fólki.
Kl. 16 varð valt bifreið í hálku við Borg í Grímsnesi. Enginn slasaðist þar heldur. Skömmu síðar varð umferðaróhapp við Kerið á Biskupstungnabraut. Auk þess sem árekstur við hringtorg við Fossheiði.
Þá ók bifreið á kyrrstæðan bíl skömmu fyrir klukkan 17 á bílastæði við verslun í bænum.