Alvarlegt umferðarslys á Miklubraut

mbl.is

Tveir bíl­ar lentu sam­an á Miklu­braut með þeim af­leiðing­um að ann­ar þeirra valt nú fyr­ir skömmu. Að sögn lög­reglu er ekki hægt að greina nán­ar frá at­vik­um mála en um slys sé að ræða. Mikl­ar taf­ir eru á um­ferð um Miklu­braut bæði til aust­urs og vest­urs af þess­um sök­um en slysið átti sér stað rétt aust­an við Rétt­ar­holts­veg.

Lög­regla bend­ir öku­mönn­um á að nota Sæ­braut og eða Bú­staðaveg til þess að minnka álag á Miklu­braut­inni. Öku­menn sem eiga leið hjá vett­vangi er bent á að sína fyllstu varúð þar sem neyðarlið er að störf­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert