56,5 milljónum úthlutað úr Styrktarstjóði Baugs

Styrkþegar úr Styrktarsjóði Baugs Group.
Styrkþegar úr Styrktarsjóði Baugs Group.

Alls fengu 43 aðilar styrk úr Styrkt­ar­sjóði Baugs Group í dag, sam­tals 56,5 millj­ón­ir króna. Þetta er í þriðja sinn sem út­hlut­un fór fram úr sjóðnum sem stjórn Baugs Group stofnaði þann 10. júní 2005 með 300 millj­ón króna stofn­fram­lagi.

Hæstu styrk­ina að þessu sinni hlutu Gunn­ar Þórðars­son til út­gáfu geisladisks með Brynj­ólfs­messu að upp­hæð 2,6 millj­ón­ir, Grím­an – Íslensku Leik­list­ar­verðlaun­in, styrk til næstu tveggja ára að upp­hæð 5 millj­ón­ir, Helgi Kristó­fers­son að upp­hæð 2,4 millj­ón­ir til að laga vinnuaðstöðu fatlaðra í Múla­lundi og Acti­on on Addicti­on að upp­hæð 7 millj­ón­ir til rann­sókna á vímu­efna og áfeng­is­for­vörn­um og meðferðarúr­ræðum í Bretlandi.

Þá hlutu Rit­höf­unda­sam­band Íslands, Líkn­ar- og vina­fé­lagið Berg­mál, Hjálp­ræðis­her­inn á Íslandi, Mann­rétt­inda­skrif­stofa Íslands, Sig­ur­Rós, Byggðasafn Vest­fjarða og Lauf - Lands­sam­band áhuga­fólks um floga­veiki, veg­lega styrki.

Styrkt­ar­sjóði Baugs Group er ætlað það hlut­verk að styðja marg­vís­leg líkn­ar- og vel­ferðar­mál auk menn­ing­ar- og list­a­lífs. Fram­lög úr sjóðnum eru veitt í júní og í des­em­ber ár hvert og er aug­lýst eft­ir um­sókn­um nokkru áður en styrkút­hlut­un fer fram. Formaður stjórn­ar sjóðsins er Jó­hann­es Jóns­son en auk hans sitja Hreinn Lofts­son og Ingi­björg S. Pálma­dótt­ir í stjórn sjóðsins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka